ferming-mynd-sáþ

Hvað er ferming?

Biblían segir okkur að skírnin sé gjöf Guðs til okkar. Hún er sýnilegt tákn þess að Guð elskar okkur og að við erum hluti af kirkjunni.

Oft ganga fermingarbörnin í fyrsta sinn til altaris á fermingardegi.
Oft ganga fermingarbörnin í fyrsta sinn til altaris á fermingardegi.

Í kirkjunni er fermingin jafnframt fyrirbæn. Orðið ferming merkir að staðfesta. Fermingarbarnið segir á fermingardeginum að það vilji hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins og Jesús hefur lofað okkur
í skírninni að vera með okkur alla daga, allt til enda veraldar.

Fermingartíminn gefur þér tækifæri til að kynnast kristinni trú betur. Fermingin sjálf er hátíðleg athöfn þar sem hvert fermingarbarn stígur fram og krýpur við altarið. Þar fer presturinn eða fermingarbarnið með ritningarorð sem barnið hefur valið sér, biður fyrir því og blessar það.

Ferming og skírn

Næstum fjögur þúsund börn eru fermd í þjóðkirkjunni á hverju ári. Flest þeirra voru skírð sem ungbörn. Þú getur tekið þátt í fermingarfræðslunni þótt þú hafir ekki verið skírð/ur. Þá kynnistu trúnni og kirkj- unni yfir veturinn og tekur afstöðu til þess hvort þú vilt skírast og fermast.

Krakkar sem hafa ekki verið skírðir þegar fermingarfræðslan hefst eru oftast skírðir á undirbúningstímanum eða á fermingardeginum sjálfum. Það getur verið mjög hátíðlegt.Forsíða ← Hvað er ferming? → Fermingarfræðslan