Mikilvægur hluti af fermingarfræðslunni er að fást við upplifun fermingarbarnanna.

Hvað gerist í fermingarfræðslunni?

Fermingardagurinn

Fermingardagurinn er hátíðardagur fyrir þig, fjölskylduna þína og fólkið í kirkjunni. Hann er hápunktur eftir vetur þar sem þú hefur fengið tækifæri til að vera með öðrum, spjalla, hlusta, læra, búa til, láta gott af þér leiða og upplifa.

Fermingarveturinn

Það er misjafnt eftir kirkjum hvernig fermingarfræðslan fer fram. Hún gengur alltaf út á að fást við upplifun fermingarbarnanna, fræðslu, samtöl um kristna trú og stóru spurningarnar í lífinu.

Mikilvægur hluti af fermingarfræðslunni er að fást við upplifun fermingarbarnanna.
Verkefnavinna og samtal eru hluti af fermingarfræðslunni.
Þú tekur þátt í lífinu í kirkjunni, þar með talið messum og hópastarfi. Mikilvægur hluti af fermingarvetrinum felst í því að eignast minningar með öðrum. Þess vegna fara flestir fermingarhópar í ferðir og taka þátt í annars konar uppákomum. Margir krakkar segja að fermingarferðin sé hápunktur vetrarins.

Í fermingarfræðslunni ræðum við um

  • vináttu og sambönd,
  • guðsþjónustuna og altarisgönguna,
  • sorg og gleði, gott og illt,
  • Guð, Jesú og heilagan anda,
  • kærleika og ást,
  • Biblíuna og bænina,
  • hugmyndir okkar um hvað það er að vera manneskja, 9 umhverfi og réttlæti,
  • hógværð og virðingu.

Ferming fyrir alla

Allir hafa rétt á því að fermast. Ef einhver þarf sérstakan stuðning, t.d. vegna fötlunar eða einhverrar greiningar, er best að hafa samband við prestinn.Hvað er ferming? ← Hvað gerist í fermingarfræðslunni? → Unga fólkið í kirkjunni