56612933_11036f631f_o

Til þín sem verður fjórtán á næsta ári

Fyrir þau sem trúa og þau sem efast

Fermingarfræðslan í kirkjunni er ekki bara fyrir þau sem trúa heldur líka þau sem efast eða eru for- vitin. Þar gefst tækifæri til að fást við mikilvægar spurningar með öðrum. Um það fjallar fermingar- fræðslan nefnilega, að kynnast sér og Guði betur. Og upplifa í leiðinni sitthvað skemmtilegt með góðum vinum.

Fermingarfræðslan í kirkjunni hjálpar þér að

  • velta fyrir þér á hvað þú trúir,
  • kynnast viskubrunninum í Biblíunni,
  • eiga samtal um stóru spurningarnar og gildin, 9 kynnast lífinu í kirkjunni,
  • hugsa um tilveruna,
  • taka þátt í baráttu fyrir friði og réttlæti í heiminum.