Safnað fyrir vatni

Umheimurinn og við

Jesús kenndi okkur hvernig við eigum að umgangast annað fólk og hvernig við getum sýnt hvert öðru og heiminum öllum umhyggju. Þetta er stór þáttur í fermingarfræðslunni.

Samstaða og náungakærleikur, samfélagsleg ábyrgð, umhyggja og hógværð eru mikilvæg viðfangsefni á þessum vetri. Við vinnum einnig með friðar- og umhverfismál. Allt þetta á vel við ábyrga unglinga sem vilja leggja sitt af mörkum til að skapa réttlátan heim, hér á landi og um heim allan.

Safnað fyrir vatni

Í fermingarfræðslunni færðu tækifæri til að taka þátt í vatnssöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og safna fé fyrir mikilvæg verkefni hér á landi og erlendis.

Hjálparstarfið sinnir neyðaraðstoð og þróunarhjálp erlendis. Markmiðið með starfi þeirra er að berjast gegn fátækt og hjálpa fólki í erfiðum aðstæðum til sjálfshjálpar.

Hjálparstarf kirkjunnar vinnur með erlendum hjálparsamtökum og hefur það sem markmið að stuðla að réttlátari og betri heimi og berjast gegn fátækt.Unga fólkið í kirkjunni ← Umheimurinn og við → Kveðja frá biskupi