Þú velur hvernig þú vilt taka þátt í starfi kirkjunnar eftir ferminguna. Þú ert alltaf hluti af kirkjunni hvort sem þú tekur þátt í æskuýðsstarfinu eða kemur bara á stórhátíðum ársins og ævinnar. Í kirkjum landsins er fjölbreytt unglingastarf.
Breytendur
Finnst þér of mikið ranglæti í heiminum? Taktu þátt í Breytendum sem er unglingastarf Hjálparstarfs kirkjunnar.
Breytendur eru
- Ungt fólk sem vill gera heiminn réttlátari.
- Skapandi uppákomur sem fjalla um sanngjörn viðskipti, um- hverfismál og frið.
- Hópur sem hittist reglulega.
Vilt þú breyta heiminum?
Hvað gerist í fermingarfræðslunni? ← Unga fólkið í kirkjunni → Umheimurinn og við